Hríðarkóf

Hríðarkóf

Kaupa Í körfu

Vonskuveður á suðvesturhorni landsins í gær ÞUNGFÆRT var á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og á Suðurlandi í gær vegna hálku, snjókomu og skafrennings. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins var ófært um Hellisheiði frá hádegi í gær og fram eftir nóttu en snemma í morgun átti að athuga hvort fært væri orðið, þó þótti það ólíklegt miðað við veðurspá. MYNDATEXTI:Færðin var slæm á götum höfuðborgarinnar í gær og töfðust margir á leið til vinnu sinnar. Sumir urðu fyrir því óláni að bílar þeirra festust í snjónum og neyddust til að fara út í hríðina og ýta. Þessi mynd var tekin í Árbæ í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar