Seyðisfjörður -Virkja sköpunarorku Seyðisfjarðar í húsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Seyðisfjörður -Virkja sköpunarorku Seyðisfjarðar í húsinu

Kaupa Í körfu

100 ára afmælisferð Morgunblaðsins Fyrsti gesturinn Von er á fyrsta listamanninum undir lok október og mun hann njóta aðstöðunnar við listsköpun. Fjórir skólafélagar og vinir keyptu sögufrægt hús á Seyðisfirði með það að markmiði að búa til vinnustofur fyrir listamenn og frumkvöðla í bænum. Húsið er nátengt sögu bæjarins. Elsti hluti þess er frá árinu 1880 og í húsinu var verslun sem hét EJ Waage og var rekin af Waage fjölskyldunni í 100 ár. „Síðustu 40-50 árin rak Pálína Waage verslunina og bjó í íbúðarhlutanum. Hún var mjög áberandi karakter í samfélaginu og ég og aðrir eigum þaðan margar minningar. Ég kom þar við á hverjum einasta degi þegar ég kom úr skólanum. Hún seldi meðal annars efni og tískuföt og þetta var hálfgerð krambúð,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn fjórmenninganna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar