Seyðisfjörður -Virkja sköpunarorku Seyðisfjarðar í húsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Seyðisfjörður -Virkja sköpunarorku Seyðisfjarðar í húsinu

Kaupa Í körfu

100 ára afmælisferð Morgunblaðsins Björt, Jonatan og Lasse hafa gert húsið upp og hyggjast bjóða fólki sem þarf rými til sköpunar að dvelja þar. Fjórir skólafélagar og vinir keyptu sögufrægt hús á Seyðisfirði með það að markmiði að búa til vinnustofur fyrir listamenn og frumkvöðla í bænum. Húsið er nátengt sögu bæjarins. Elsti hluti þess er frá árinu 1880 og í húsinu var verslun sem hét EJ Waage og var rekin af Waage fjölskyldunni í 100 ár. „Síðustu 40-50 árin rak Pálína Waage verslunina og bjó í íbúðarhlutanum. Hún var mjög áberandi karakter í samfélaginu og ég og aðrir eigum þaðan margar minningar. Ég kom þar við á hverjum einasta degi þegar ég kom úr skólanum. Hún seldi meðal annars efni og tískuföt og þetta var hálfgerð krambúð,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn fjórmenninganna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar