Dómkirkjan

Halldór Kolbeins

Dómkirkjan

Kaupa Í körfu

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígði síðastliðinn sunnudag guðfræðingana Elínborgu Sturludóttur og Ragnar Gunnarsson. Fór vígslan fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Elínborg hefur verið sett sóknarprestur í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, og Ragnar Gunnarsson hefur verið kallaður til að þjóna sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar. Á myndinni eru hinir nývígðu prestar ásamt þeim sem tóku þátt í athöfninni. Frá vinstri: Séra Íris Kristjánsdóttir, séra Kristján Valur Ingólfsson, séra Ragnar Gunnarsson, séra Gísli Jónassson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Karl Sigurbjörnsson biskup, séra Ingiberg J. Hannesson, prófastur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, séra Elínborg Sturludóttir, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur og séra Karl V. Matthíasson, sem lýsti vígslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar