Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis

Kaupa Í körfu

Segja má að gert hafi verið áhlaup á Íbúðalánasjóð að einhverju leyti þegar fjölmargir viðskiptavinir sjóðsins hófu uppgreiðslu íbúðalána sinna hjá honum í miklum mæli í kjölfar þess að viðskiptabankarnir hófu að bjóða íbúðalán í miklum mæli á hagstæðari kjörum árið 2004. Þetta kom meðal annars fram í máli Árna Magnússonar, fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, á fundi stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Alþing- is í gær þar sem rætt var um rann- sóknarskýrslu Alþingis um Íbúða- lánasjóð. Árni var ráðherra félagsmála þeg- ar gerðar voru róttækar breytingar á lánveitingum sjóðsins þar sem far- ið var að veita svokölluð 90% lán í samræmi við kosningaloforð Fram- sóknarflokksins fyrir þingkosning- arnar 2003. Þá var ennfremur farið að veita lán í beinhörðum peningum í stað húsbréfa. Þegar byrjað að lána 90% Ennfremur kom fram í máli Árna á fundinum að fjárstreymið úr bönk- unum hefði verið gríðarlegt til lán- veitinga og ekki hefði verið hægt að sjá fyrir að uppgreiðslurnar á lánum Íbúðalánasjóðs, sem fjármagnaðar voru með lánum bankanna, yrðu jafn miklar og raunin síðan varð. Árni sagði sömuleiðis að í raun hefði Íbúðalánasjóður verið byrjaður að veita 90% lán vel áður en það var gert formlega með þessum breyting- um og vísaði þar til þeirra viðbótar- lána sem lántakendum buðust hjá líf- eyrissjóðum. Hugmyndin var að sögn Árna að þær breytingar sem gerðar yrðu á lánveitingum Íbúðalánasjóðs ættu sér stað hægt yfir heilt kjörtímabil. Síðan hefði það gerst að viðskipta- bankarnir hefðu byrjað að bjóða allt að 100% lán sem setti þær fyrirætl- anir í uppnám. Við þær aðstæður hefði aðeins tvennt verið í boði. Að Íbúðalána- sjóður drægi sig í hlé eða héldi áfram að veita íbúðalán. Hann hefði talið það síðarnefnda rétt enda hefði sjóð- urinn ákveðnum félagslegum skyld- um að gegna. Ekki síst að gera ungu fólki kleift að eignast þak yfir höf- uðið og fólki almennt óháð búsetu. Það hefði verið meðvituð pólitísk ákvörðun sem hann hefði talið rétta. Hann hefði sjálfur talið það vera réttlætismál að Íbúðalánasjóður gerði fólki kleift að koma þaki yfir höfuðið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar