Hafsteinn Vilhelmsson

Hafsteinn Vilhelmsson

Kaupa Í körfu

HANN VAR VATNI AUSINN OG HLAUT NAFNIÐ HAFSTEINN VILHELMSSON. ÓLST UPP Í HÓLAHVERFINU Í BREIÐHOLTI, ÓSKÖP VENJULEGT ÍSLENSKT BARN. FYRIR UTAN EITT. HANN ER DÖKKUR Á HÖRUND. STAÐREYND SEM VAKTI ALLSKONAR VIÐBRÖGÐ HJÁ FÓLKI. HANN LÉT SÉR ÞÓ HVERGI BREGÐA, HVORKI ÞÁ NÉ NÚ, ÞEGAR HANN ER ORÐINN LEIKARI OG ÍTREKAÐ BEÐINN UM AÐ LEIKA GLÆPAMENN. Engin manneskja gert mig eins stoltann. Unnusta Hafsteins er Gyða Kristjáns- dóttir og eignuðust þau sitt fyrsta barn, Elísu Margréti, fyrir tíu mán- uðum. Allt gekk vel til að byrja með en þeg- ar Elísa Margrét var tveggja mánaða fór Hafstein og Gyðu að gruna að ekki væri allt með felldu. Sérstaklega ullu undarlegir kippir hjá þeirri stuttu þeim áhyggjum. Þau leituðu til læknis að kvöldlagi og grunaði hann bakflæði en gat ekki verið viss og ráðlagði Hafsteini og Gyðu því ein- dregið að koma aftur daginn eftir. Ástæða væri til að rannsaka barnið betur. Það var gert og fljótlega lá niðurstaðan fyrir, Elísa Margrét var greind með alvar- legan heilagalla. Hún er með sléttan heila, engar gárur, sem takmarkar líkamlega getu hennar og þroskamöguleika verulega. Hefur þetta valdið mjög illvígri flogaveiki sem reynst hefur erfitt að ná tökum á. „Fyrir liggur að þetta mun hafa mikil áhrif á þroska hennar, andlegan og lík- amlegan,“ útskýrir Hafsteinn. „Hún er orð- in tíu mánaða og heldur ekki ennþá höfði, þessi elska.“ Geðgóð eins og pabbinn Elísa Margrét hefur verið meira og minna á spítala síðan hún greindist og foreldrarnir með henni. „Það hefur orðið algjör viðsnún- ingur á okkar lífi,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir mótlætið hefur Elísa Margrét staðið sig eins og hetja. „Hún er mjög geð- góð að upplagi – eins og pabbi hennar,“ seg- ir hann og skellir upp úr. Þau vita ekki hvert framhaldið verður en læknar hafa ráðlagt þeim að gera sér ekki of miklar vonir. Ólíklegt sé að Elísa Mar- grét eigi nokkurn tíma eftir að geta talað né gengið. „Við tökum bara einn dag fyrir í einu. Það er lykilatriði að hugsa jákvætt og borða hollan mat. Maður þarf á öllu sínu að halda í baráttu sem þessari. Meðan Elísa Margrét brosir og hlær erum við ánægð. Þá líður henni ekki illa.“ Hann segir þau Gyðu aldrei hafa hugsað: Af hverju við? „Það er ekki til neins. Elísa Margrét er bara eins og hún er og veikindi hennar skyggja ekki á neinn hátt á okkar samband. Engin mann- eskja hefur gert mig eins stoltan í þessu lífi. Ég gæti ekki lifað án hennar!“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar