Svanhildur Óskarsdóttir

Svanhildur Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

„Þetta er heillandi bók,“ segir Svanhildur um Gráskinnu sem er lengst til vinstri á borðinu. En allt eru þetta fjársjóðir; hún heldur á Þorlákstíðum, litla bókin er Margrétarsaga en sú stóra Möðruvallabók með mörgum Íslendingasagnanna. Ádögunum var haldið veglega upp á það að 350 ár voru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í tengslum við afmælishátíðina kom út vegleg og fallega myndskreytt sýnisbók, 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar. Bókaútgáfan Opna gefur verkið út í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn, en þessar systurstofnanir varðveita alls um 3.000 handrit frá miðöldum og síðari öldum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar