Kolgrafarfjörður

Styrmir Kári

Kolgrafarfjörður

Kaupa Í körfu

Báturinn Andri landar í Stykkishólmi. Margir sjómenn hafa þurft að grípa til óhefðbundinna aðferða til þess að koma bátum sínum inn í Kolgrafa- fjörð. Bátarnir þurfa að sæta sjávarföllum til að komast undir brúna í firðinum og að sögn Magnúsar Snorrason- ar á smábátnum Sigga afa hafa sumir fellt niður möstur bátanna þar sem þeir eru of háir til að komast undir brúna. Um 80 krónur fást fyrir hvert kíló af síld. Sjávarútvegsráðherra veitti leyfi til frjálsra veiða í Kolgrafafirði á laugardag fram á þriðjudag Veðráttan hefur sett strik í reikninginn Að sögn Magnúsar Bæringssonar, framleiðslustjóra hjá fiskverkuninni Agustson í Stykkishólmi kemur þessi óvænta búbót sér vel í lok árs. „Veðráttan hefur aðeins sett strik í reikninginn því það eru bara litlir bátar sem komast að þarna. Bátarnir eru að taka frá einu og hálfu tonni upp í 3-4 tonn,“ segir Magnús. Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir sjö báta hafa verið að veiðum innan brúar í Kol- grafafirði í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar