Byggingarsvæðið Kórar

Þorkell Þorkelsson

Byggingarsvæðið Kórar

Kaupa Í körfu

Nú auglýsir Kópavogsbær byggingarrétt til úthlutunar í fyrsta áfanga Kórahverfis og er umsóknarfrestur til 1. október nk. Magnús Sigurðsson kynnti sér svæðið, en þar á að rísa blönduð byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa og keðjuhúsa. HVERGI er meira byggt en í Kópavogi. Talsvert er síðan síðustu íbúðalóðunum í svonefndu Vatnsendahvarfi var úthlutað og nú stendur jarðvinna þar sem hæst. Mikil ásókn var í þessar lóðir og fengu færri en vildu en meginkostur þessa svæðis er gott útsýni yfir Elliðavatn. MYNDATEXTI: Horft til suðausturs yfir nýbyggingasvæðið. Frá hluta hverfisins er mikið útsýni að Bláfjöllum og að Elliðavatni og annars staðar frábært útsýni yfir Faxaflóa og allt að Snæfellsjökli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar