Kópavogur - Jakob Fannar - fimleikar

Kópavogur - Jakob Fannar - fimleikar

Kaupa Í körfu

Jóhann Fannar Kristjánsson er 18 ára afreks- íþróttamaður í fimleikum. Morgunblaðið leit inn á æfingu hjá Gerplu, þar sem hann æfir tvisvar í viku. Jóhann er elstur þriggja systkina, en hann er með Downs-heilkenni. Spjall okkar Jóhanns byrjaði með öfugum formerkjum, því fyrsta spurning Jóhanns til mín var hvort ég væri „svona Manchester- maður.“ – „Já,“ svaraði ég undrandi, óvanur því að viðmælendur byrji spjall á að spyrja mig að nokkru. Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á íþróttinni hef ég haft taugar til liðsins frá bernsku. „Hvernig vissir þú það?“ spurði ég í framhaldi. Jóhann brosti bara sposkur til mín. Púlari og Bliki Sjálfur er Jóhann mikill stuðningsmaður Liverpool. Hann horfir á alla leiki liðsins sem hann getur með föður sínum, Kristjáni Jóns- syni, sem hann segir að sé líka gallharður stuðn- ingsmaður Bítlaborgarliðsins. Ekki nóg með að liðsmenn Liverpool fái hvatningarhróp frá Jó- hanni, því hann er einnig mikill aðdáandi heima- liðs sín Breiðabliks. Meðal Blika tilgreindi hann sérstaklega Árna Vill (Vilhjálmsson), sem sé stuðnings- fulltrúi hans þegar hann er ekki að raða inn mörkum, og Sverri Inga Ingason. Guðmann Þórisson og Alfreð Finnbogason væru líka með- al hans bestu vina. Ósk Víðisdóttir, móðir Jó- hanns, sagði hann mæta á alla heimaleiki karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, og jafnvel fylgja liðinu á útileiki. „Hann hefur farið með þeim upp á Akranes og farið með þeim í rút- unni að keppa og svoleiðis. Þeir taka hann mjög mikið með sér. Eftir alla leiki fær hann svo að fara inn í klefann hjá liðinu. Svo fékk hann ferð á Liverpool-leik í fermingargjöf,“ sagði Ósk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar