Agnarögn
Kaupa Í körfu
Í fjósinu: Esther Björk Tryggvadóttir með Agnarögn sem er góð kýr sem gaman er að dekra við Dekurrófa: Esther Björk Tryggvadóttir með Agnarögn sem er góð kýr sem gaman er að dekra við. Hún er mikil dekurrófa, þessi kýr, og ég hef alltaf haldið mikið upp á hana,“ segir Esther Björk Tryggvadóttir, bóndi á Litlu-Reykjum í Suður-Þingeyjarsýslu, um kúna Agnarögn. Agnarögn fæddist sem dvergkálfur haustið 2009 og var aðeins 8,1 kg þegar hún fæddist. Til samanburðar má geta þess að venjulegir kálfar eru oft 30-35 kg. Í Morgunblaðinu 17. september árið 2009 kom fréttin um dvergkálfinn á Litlu-Reykjum og sagðist Esther Björk þá ekki hafa búist við því að hún lifði. Samt var þessi pínulitla skepna spræk og vildi drekka. „Ég tók hana inn í íbúðarhús til öryggis og setti hana í þvottahúsið, hafði hana þar í nokkra daga, lét hana liggja á teppi við heitan ofn og kunni Agnarögn vel að meta það,“ sagði Esther Björk. Hún sinnti kálfinum eins og þurfa þótti. Við það mynduðust mikil tengsl milli bóndans og þessarar dvergvöxnu kvígu sem vildi lifa og verða kýr. Seinna fór hún að vaxa og dafna, varð kjass- gefin kvíga og síðar gæf kýr á bás. Nú er hún virðuleg kýr og er að fara að bera aftur og telst góður meðalgripur hvað mjólkurmagn varðar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir