Hafþór Yngvarson listasafn Reykjavíkur

Hafþór Yngvarson listasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Listasafn Reykjavíkur opnar nýjan vef með upplýsingum um 9.000 listaverk úr safneigninni Alls hafa hátt í tuttugu manns komið að ýmsum þáttum skráningarinnar á mismunandi tímabilum. „Fyrir fimm árum settum við okkur það markmið að opna þennan vef á fertugasta afmælisári Kjarvalsstaða sem er í ár. Lok ársins eru nú óðum að nálgast og sem betur fer hefur okkur tekist að klára verkefnið á til- settum tíma,“ segir Hafþór Yngva- son, safnstjóri Listasafns Reykja- víkur, en í dag verður vefurinn safneign.listasafnreykjavikur.is formlega opnaður. Þar má finna upplýsingar um 9.000 listaverk eftir íslenska listamenn, ásamt nýjum ljósmyndum af öllum verkum. Einn- ig má þar finna götukort með upp- lýsingum um útilistaverk í Reykja- vík og texta um 130 valin verk. Í samtali við Morgunblaðið fer Hafþór ekki dult með það að heil- mikil vinna hafi falist í því að skrá alla safneignina. „Þetta er búin að vera rosalega mikil vinna. Fyrir fimm árum var auðvitað til einhver skráning yfir öll verk listasafnsins, en ekki nærri allt af því var rafrænt. Við erum því búin að fara yfir alla fyrri skráningu, skrá allt rafrænt, þýða upplýsingar yfir á ensku, ljós- mynda fjölda verka og bæta við heil- miklu af upplýsingum sem vantaði inn í,“ segir Hafþór og nefnir sem dæmi að mæla hafa þurft öll graf- íkverk Errós upp á nýtt um leið og þau voru ljósmynduð. „Einnig þurft- um við að finna nákvæm hnit á stað- setningu allra listaverka í almenn- ingsrými borgarinnar sem eru í umsjón Listasafns Reykjavíkur.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar