Hitabylgja

Alfons Finnsson

Hitabylgja

Kaupa Í körfu

Metið 23,3 stig í nóvember 1997. 20,2 stiga hiti mældist á Dalatanga og 18,5 stiga hiti á Eskifirði í gær en slíkt verður að teljast nokkuð óvenjulegt í nóvembermánuði. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir slíkan hita stundum myndast á Aust- fjörðum við ákveðnar aðstæður. „Þetta gerist þegar vindur er og hnjúkaþeyr myndast. Þá fer loftið hratt niður austurhlíðar fjallsins og hitnar þannig meira en það kólnaði á leið upp fjallið á vesturhlið þess. Það er vel þekkt að hnjúkaþeyr myndist í suð- og suðvestanáttum og þá er oft hlýtt á Austfjörðum.“ Í nóvember árið 1997 mældist hitinn 23,3 stig á Sauðanesi, en töl- urnar frá Dalatanga í gær eru þó á meðal þeirra hæstu sem mælst hafa hér á landi í nóvembermánuði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar