Rifsnes SH - 44 áhöfn, skipstjóri og útgerðarmaður

Alfons Finnsson

Rifsnes SH - 44 áhöfn, skipstjóri og útgerðarmaður

Kaupa Í körfu

Rifsnes SH - 44 áhöfn, skipstjóri og útgerðarmaður Mannskapur Kristján Guðmundsson yfirvélstjóri er lengst t.v. og sá þriðji er Ólafur Rögnvaldsson útgerðarmaður. Með eru synir hans, frá vinstri, Rögnvaldur, Jón Steinar og Örvar. Bjarni Gunnarsson skipstjóri er yst til hægr Þorskstofninn er að styrkjast og líklega verða aflaheimildir auknar verulega á næsta fiskveiðiári. Mér finnst ekki ósennilegt að viðbótin frá því sem nú er verði um 10 til 15% og því þarf útgerðin að vera vel undirbúin. Skipakaupin nú eru hluti af því, ég tel mig vera að fjárfesta í framtíðinni og búa mannskapnum betri aðstöðu,“ seg- ir Ólafur Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. Nýtt skip félagsins, Rifsnes SH, 44 kom til heimahafnar í Rifi í síð- ustu viku. Iðnaðarmenn frá 3X á Ísafirði koma í næstu viku og setja niður slægingaraðstöðu, kæliker og annan búnað um borð og þegar það er afstaðið verður ýtt úr vör. „Við erum að gera sjóklárt og ætl- unin er að fara út strax eftir aðra helgi,“ segir Ólafur um skipið sem er smíðað í Noregi árið 1999 og hefur verið gert úr þaðan. Kaup- verð er ekki gefið upp. Sigldu til Íslands í brælu Áhöfn Rifsnessins fór utan á dögunum, sótti skipið og sigldi heim á fjórum sólarhringum í leið- indaveðri og brælu. Allt fór þó vel og þótti mönnum það strax lofa góðu um framhaldið. Rifsnesið nýja er 775 brúttótonn, er 43 metrar að lengd og níu metrar að breidd. Það kemur í stað annars Rifsness, 350 tonna skips, sem selt hefur verið til Vísis, Grindavík, sem aftur leggur það til útgerð- arfyrirtækisins Ocean Choice Int- ernational á Nýfundnalandi sem þeir Vísismenn koma að

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar