Matthías Emanúel Pétursson kokkur

Matthías Emanúel Pétursson kokkur

Kaupa Í körfu

MATTHÍAS EMANÚEL LÝKUR SENN MEISTARANÁMI Í MATREIÐSLU. HANN STARFAR VIÐ FAGIÐ Á VEGAMÓTUM OG ER EINNIG DUGLEGUR AÐ ELDA HEIMA HJÁ SÉR. Matreiðslumaðurinn Matthías Emanúel Pétursson hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Einnig fót- bolta en hann er mikill KR-ingur enda fæddur og uppalinn að mestu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfar á veitingastaðnum Vegamótum og leggur sam- hliða því lokahönd á meistaranám sitt í matreiðslu en grunn- námið kláraði hann á veitingastaðnum Sjávarkjallaranum sem þá var og hét. Matthías segist geta borðað fisk í öll mál og er fiskur án efa hans uppáhaldshráefni. Alla tíð hefur hann haft dálæti á því að elda og byrjaði ungur. „Ég var alltaf rosalega mikið með mömmu í eldhúsinu þegar ég var yngri og fékk mikinn áhuga á eldamennskunni á þeim tíma,“ segir Matthías. „Ég elska að elda og er líka duglegur að elda heima hjá mér.“ Konurnar í lífi hans fá því að njóta góðs af hæfileikum Matt- híasar en hann á dótturina Gunnhildi með kærustu sinni Helgu Einarsdóttur, margmiðlunarhönnuði. „Það sem mér þykir mikilvægast að huga að í eldhúsinu er hreinlæti, skipulag og nýting á hráefni.“ Hér gefur Matthías uppskrift að girnilegum þorskhnakka með ýmsu blómkálsmeðlæti, hollt og gott. Að loknu meistaranámi er draumurinn að fara erlendis og prófa að starfa á flottum veitingastað. „Helga stefnir á að fara í meira nám og þá væntanlega utan landsteina. Þá væri nú gaman að fá reynslu hjá einhverjum flottum veit- ingastað,“ segir KR-ingurinn að lokum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar