Thelma Þorbergsdóttir

Thelma Þorbergsdóttir

Kaupa Í körfu

THELMA ÞORBERGSDÓTTIR BAUÐ HEIM Í KAFFI OG MEÐ ÞVÍ EFTIRMIÐDAG EINN OG PASSAÐI AÐ HAFA BAKSTUR VIÐ ALLRA HÆFI Í BOÐI. Ég hef alltaf haft gaman af mat- argerð og bakstri og til gam- ans má geta þess að þegar ég var unglingur átti ég það til að spyrja mömmu hvað væri í kvöldmat- inn klukkan átta að morgni til. Það var þó ekki fyrr en ég átti strákinn minn fyrir fimm árum sem ég byrjaði að dúlla mér við þetta fyrir alvöru og baka eitthvað að ráði – í tengslum við tilheyrandi skírnarveislur og barna- afmæli,“ segir Thelma Þorbergsdóttir sem bauð heim í kaffi og kökur eft- irmiðdag einn í nóvember. Thelma er að góðu kunn fyrir bakst- ur sinn en fyrir nokkrum árum sigraði hún til dæmis í bollakökukeppni sem haldin var í tengslum við hátíðina Full borg matar. „Ég hef verið dugleg að þróa mínar uppskriftir og prófa mig áfram og svo er eiginmaðurinn settur í það að dæma afraksturinn og gefa einkunn. Bolla- kökur hafa svolítið verið mitt og áhug- inn á þeim mikill en ég hef þó fært mig yfir í alls konar bakstur og finnst gam- an að prófa eitthvað nýtt og framandi í bland við gamlar klassískar kökur.“ Thelma segir að þegar hún haldi kökuboð reyni hún einmitt að passa upp á slíka blöndu. Bakstur sem miðast við að nota kókosbollur, lakkrís og ým- iss konar sætindi – og baka í raun hálf- gert sælgæti – hafi verið vinsæll síð- ustu misserin. Slíkt góðgæti falli hins vegar ekki öllum í geð sem vilji þá frekar sígildar kökur á borð við epla- köku. „Og það má ekki gleyma að börnin vilja oft einfaldari bakstur en við sem eldri erum.“ Bók eftir Thelmu, sem ber einfald- lega heitið Freistingar Thelmu, er ný- komin út en í henni má finna alls kyns kökur og sætindi, ís og eftirrétti fyrir boð af öllum stærðum og gerðum, með- al annars þrjú barnaafmælisþemu en Thelma segist auðveldlega missa sig þegar hún er að undirbúa barnaafmæli. Auk bókarskrifa er nóg að gera í lífi og starfi Thelmu. „Ég starfa sem fé- lagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, er matarbloggari hjá Gott í matinn og svo á ég tvö lítil börn svo að dagurinn er þéttpakkaður. Mér finnst ágætt að slaka á í matargerð og bakstri – því hann er svo skapandi og alltaf hægt að gera eitthvað nýtt. Sem sagt svolítið öðruvísi slökun.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar