EVA kynnir sjúkraþjónustu í Hótel Íslandi, Broadway
Kaupa Í körfu
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórn- arformaður EVA consortium ehf., tilkynnti á blaðamannafundi í gær að aðstandendur fyrirtækisins hygðust breyta skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík í lækna- og heilsumiðstöð og þróa hótelið Park Inn í sömu byggingu í heilsuhótel. Fjárfestingin hljóðar upp á vel yfir tvo milljarða króna. Fyrirtækið hefur rekið sjúkra- hótel í húsakynnum Park Inn en þegar Arion banki tók yfir rekstur þess nýverið, var leigusamningi vegna sjúkrahótelsins sagt upp. Ásdís sagði að þá hefði verið ákveðið að láta á það reyna að út- víkka starfsemina í húsinu í átt að víðtækari þjónustu á heilbrigð- issviði. Þjónusta á þremur hæðum Miðstöðin mun spanna alls 9 þús- und fermetra en hótelið telur 119 herbergi. „Hér verður á þremur hæðum ýmiss konar læknisþjón- usta og heilsustarfsemi. Við ætlum hérna í raun og veru að tryggja að einstaklingur sem labbar hérna inn og er að glíma við einhverja til- tekna kvilla, geti fengið allt það sem hann þarf hér í þessari þjón- ustu,“ sagði Ásdís. Þar yrði ekki aðeins um að ræða þjónustu sérfræðilækna, heldur ýmiss konar hjúkrunarþjónustu, aðhlynningu, stuðning, ráðgjöf, næringu, aðstoð við lífsstílsbreyt- ingu, endurhæfingu, hreyfingu o.s.frv. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra ávarpaði fundinn og sagði mikils um vert að eiga ein- staklinga sem þyrðu að leggja í hann og taka slaginn. „Ég vænti þess og vona að þetta frumkvæði, þetta verkefni, verði til þess að við sjáum aukin gæði, fag- mennsku, nýsköpun á því sviði sem allir Íslendingar tengjast. Því að hvað sem um okkur annars má segja í daglegu lífi, þá eigum við það öll sameiginlegt að fæðast inn í heilbrigðiskerfið og við deyjum þar líka. Þannig að við erum með því allt okkar líf,“ sagði ráðherrann.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir