Skuldaleiðrétting - blaðamannafundur

Skuldaleiðrétting - blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

Heimili Sigurður Hannesson kynnir tillögur um lækkun húsnæðisskulda Þeir sem hafa greitt upp húsnæðislán sín og hafið störf í nýju landi, og greiða ekki skatta á Íslandi, hafa ekki möguleika á að endurheimta hluta af þeirri hækkun sem varð á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána þeirra á árunum 2007-2010, miðað við tillögur sérfræðingahóps um lækkun hús- næðisskulda. Það gætu þeir á hinn bóginn ef þeir byggju hér enn og störfuðu. Þetta staðfestir Sigurður Hann- esson, formaður sérfræðingahópsins. Í tillögum sérfræðingahópsins kemur fram að þeir sem hafa greitt upp verðtryggð lán eigi að njóta lækkunarinnar með þeim hætti að þeir fá skattaafslátt sem þeir geta nýtt á fjórum árum. Sigurður segist gera ráð fyrir að skattaafslátturinn verði í formi endurgreiðslu sem verði gerð upp við álagningu rík- isskattastjóra í ágúst

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar