Hægt er að fá þessar 18" felgur sem eru staðalbúnaður í VX bílnu
Kaupa Í körfu
Hægt er að fá þessar 18" felgur sem eru staðalbúnaður í VX bílnum Iðulega ríkir mikil spenna á meðal áhugamanna þegar nýr Toyota Land Cruiser er sýndur. Það sama á við um hvers kyns breytingar sem verða á útliti bílsins, sama hversu litlar þær kunna að vera. Allt áhugafólk um þennan langlífa jeppa hefur skoðun á útlitsbreytingum Land Cruiser og það er ekkert undarlegt við það. Land Cruiser kom fyrst á markað árið 1951 og á sér því rúmlega sextíu ára sögu. Hann hefur verið afar vinsæll hér á landi og því ekki að undra að fólk hafi skoðun á útliti þessa jeppa. Það er raunar alveg ótrúlegt að skoða athugasemdakerfi erlendra spjallborða um útlitsbreytinguna því ljóst er að fólki verður raunverulega heitt í hamsi við hverja einustu breytingu sem gerð er, líkt og hollívúddstjarna hafi komið úr lýtaaðgerð og „allir“ hafi skoðun á útkomunni. Yfirleitt fer minnst fyrir þeim sem kunna að meta breytingarnar á Land Cruiser og þeir virðast hafa litla þörf fyrir að tjá sig á opinberum vettvangi, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Grill, ljós og felgur Land Cruiser hefur fengið andlitslyftingu, auk þess sem innréttingin er ný. Þó að talað sé um andlitslyftingu á það líka við um afturhluta bílsins en mest er breytingin þó að framanverðu. Vélin er sú sama, 3.0 D-4D og hann má fá beinskiptan 6 gíra eða með 5 þrepa sjálfskiptingu. Einnig er hægt að fá hann í VX-útgáfu með 4.0 V6. Verðið er frá 9.920.000 kr. til 14.690.000 kr. eftir gerðum (LX, GX, VX og VX+). Bíllinn sem prófaður var er VX-bíll með 3,0 lítra dísilvélinni sem er ágætlega öflug (190 hö) og hefur gegnum tíðina reynst afskaplega vel og sérlega sparneytin í þessum stóra trukki. Þó að vélin sé sú sama hefur framleiðandinn lagað sig að evrópskum stöðlum um útblástur og er CO2 útblástur þessa bíls 9% minni en hjá fyrirrennara hans. Einna mest áberandi í útlitsbreytingunum er sjálft grillið. Krómið í grillinu er nokkuð áberandi og meira en fyrr en þó ekki það mikið að það geri bílinn gleiðgosalegan á nokkurn hátt. Það er passlega mikið af krómi til að gefa bílnum fágaðan framenda nema í LX-bílnum sem er með svart grill. Fyrir þá sem eru mikið fyrir krómið skal tekið fram að hægt er að fá krómaðar speglahlífar sem aukabúnað
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir