Sólarlag

Sólarlag

Kaupa Í körfu

Fátt nýtt undir sólinni. ÞAÐ er stundum sagt að fátt sé nýtt undir sólinni, en samt er allt í tilverunni breytingum háð og hver nýr dagur í raun ólíkur þeim fyrri. Landsmenn hafa mátt klæða sig kynstrin öll upp á síðkastið, en nú ber svo við að Veðurstofan spáir talsverðum hlýindum næstu daga á landinu öllu og getur hiti farið í 6 stig vestan til. Hætt er við að skýjað verði og sólin þurfi því um stundarsakir að draga saman seglin. Borgarbúar nutu hennar í gær við Tjörnina og fuglarnir nutu örlætis þeirra, en í höfuðborginni skein sólin þá næstum klukkustund lengur en þegar hún stóð styst við á vetrarsólstöðum rétt fyrir jól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar