Styrkur - Félagsmálaráð Akureyrar

Kristján Kristjánsson

Styrkur - Félagsmálaráð Akureyrar

Kaupa Í körfu

Þrjú félög fá styrk FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrarbæjar hefur veitt þremur félögum styrk og er hann veittur vegna frumkvöðlastarfsemi. Félögin sem um ræðir eru Félag einstæðra foreldra á Akureyri, Hetjur, Félag foreldra langveikra barna og Sjálfshjálparhópur foreldra á Akureyri og nágrenni. Öll hlutu félögin 50 þúsund krónur í styrk.MYNDATEXTI: Oktavía Jóhannesdóttir, formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, lengst til hægri á myndinni, afhendir Ottó Sverrissyni, formanni Félags einstæðra foreldra á Akureyri, styrkinn, en til hliðar við þau eru Inga Lóa Birgisdóttir, formaður Hetjanna, Félags langveikra barna, og þá þær Unnur Huld Sævarsdóttir og Ingunn Þórólfsdóttir frá Sjálfshjálparhópi foreldra en með þeim í stjórn félagsins er einnig Kolbrún Ævarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar