Bæklingar

Bæklingar

Kaupa Í körfu

Leikskólar Reykjavíkur hafa gefið út upplýsingabæklinga á sex tungumálum til að miðla upplýsingum til foreldra þeirra fjölmörgu barna af erlendum uppruna sem eru í leikskólum borgarinnar.Á þriðja hundrað börn af erlendum uppruna, sem tala 39 mismunandi tungumál, eru á leikskólum borgarinnar. Að sögn Kolbrúnar Vigfúsdóttur leikskólaráðgjafa hafa foreldrar barnanna hingað til ekki haft aðgang að upplýsingum um íslenska leikskóla á öðru máli en íslensku. Með bæklingunum, sem nú hafa verið gefnir út á ensku, albönsku, pólsku, spænsku, taílensku og víetnömsku er ætlað að veita almennar og hagnýtar upplýsingar til foreldra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar