Tölvuskírteini Skýrslutæknifélags Íslands

Jim Smart

Tölvuskírteini Skýrslutæknifélags Íslands

Kaupa Í körfu

Fyrstu tölvuökuskírteinin afhent TÖLVUÖKUSKÍRTEINI, en það eru evrópsk hæfnisskírteini sem Skýrslutæknifélag Íslands gefur út og segir til um tölvukunnáttu fólks, hafa verið afhent fyrsta hópnum sem lokið hefur sjö þrepa prófi í notkun tölvu. Skírteinið, skammstafað TÖK, (European Computer Driving Licence, skammstafað ECDL), er evrópskt skírteini, sem segir til um tölvukunnáttu allra þeirra sem öðlast skírteinið. Prófin eru sjö og eru þau sömu um alla Evrópu og er þar með kominn samevrópskur staðall á mati á tölvukunnáttu fólks. "Það eru mjög margir sem búa yfir þeirri þekkingu að þeir gætu farið beint í próf," sagði Svanhildur Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands. "Prófmiðstöðvar og skólar, sem við höfum samið við bjóða upp á námskeið til undirbúnings." MYNDATEXTI: Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti fyrsta hópnum sem lokið hefur námskeiði í tölvunotkun tölvuskírteini Skýrslutæknifélags Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar