Bogabrú

Kristján Kristjánsson

Bogabrú

Kaupa Í körfu

Unnið við lengstu bogabrú landsins, yfir Fnjóská skammt frá Laufási. Stálboginn í nýju brúnni yfir Fnjóská, hjá Laufási í Grýtubakkahreppi, var reistur í gær. Eftir að búið var að stilla einingarnar þrjár saman, var hafist handa við að rafsjóða þær saman og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu í dag. Veðrið hefur nýst mönnum vel við þessa framkvæmd og sagði Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, það hafa verið mjög mikilvægt skref að ná að reisa bogann í blíðskaparveðri í gær. Myndatexti Stálboginn í brúnni er mikið mannvirki. Tvo krana þurfti til að stilla einingarnar saman og gámum var hlaðið undir bogann á sérstakri fyllingu.myndvinnsla akureyri. stálboginn í brúnni yfir fnjóská reistur í gær.litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar