Bretti

Bretti

Kaupa Í körfu

Snjóbrettin eru komin til að vera. Það er ekki um að villast og það er heldur ekki gaman að villast þegar í brekkurnar er komið. Af þeim sökum er íslensku brettafólki bæði ljúft og skylt að fræðast um leyndardóma fjallanna, réttan útbúnað og aðferðir á ögurstundu. Í vikunni hélt Íslenski alpaklúbburinn í samvinnu við verslunina Týnda hlekkinn kvöldnámskeið um leiðarval, mat á snjóflóðahættu og fleiri hliðar fjallamennsku. Námskeiðið var opið öllu fjallafólki en þangað mættu meðal annars snjóbrettaiðkendur sem áhuga hafa á að bæta nýjum víddum við iðkun sína. Myndatexti: Elísabet Birgisdóttir starfsstúlka Týnda hlekksins hugsar til fjalla með stafi , gleraugu og snjóbrettið á bakinu í þar til gerðum brettapoka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar