Gréta Baldursdóttir

Kristján Kristjánsson

Gréta Baldursdóttir

Kaupa Í körfu

Verslunin Fold-Anna hefur flutt starfsemi sína að Hafnarstræti 85, þar sem áður var anddyri Hótels Stefaníu og Fosshótels KEA. Áður var verslunin á Gleráreyrum. "Hún hefur verið þar svo lengi sem elstu menn muna," sagði Anna Gréta Baldursdóttir sem á og rekur verslunina. "Það má segja að þetta sé ný verslun en á eldgömlum grunni." Verslunin er opin frá kl. 13 til 18 alla virka daga og þar má finna ullarvörur af öllu mögulegu tagi. Garn er selt í versluninni sem og fullbúnar flíkur, hand- og vélprjónaðar og eiginlega allt þar á milli. Að sumarlagi eru einnig til sölu í versluninni vörur sem tengjast ferðamönnum, s.s. póstkort og bolir. Myndatexti: Á myndinni er Anna Gréta í verslun sinni. myndvinnsla akureyri - litur -mynd kristján kristjánsson anna gréta baldursdóttir í verslun sinni Fold-Önnu á Akureyri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar