Tónlistarfólk

Þorkell Þorkelsson

Tónlistarfólk

Kaupa Í körfu

Íslensk einsöngslög í Salnum Ógrynni til af fallegum íslenskum lögum EINSÖNGSTÓNLEIKAR í fyrsta hluta tónlistarhátíðar Tónskáldafélags Íslands verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Þar flytja þau Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, Finnur Bjarnason tenór og Örn Magnússon píanóleikari íslensk einsöngslög frá fyrri hluta 20. aldar. MYNDATEXTI: Örn Magnússon píanóleikari, Finnur Bjarnason tenór og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran. Á myndina vantar Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur söngkonu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar