Sjálfsbjörg

Þorkell Þorkelsson

Sjálfsbjörg

Kaupa Í körfu

Þrettán hagsmunasamtök og stofnanir standa að sýningunni Liðsinni í Perlunni dagana 11.-13. febrúar. Kynntar verða nýjungar í upplýsingatækni og umhverfisstjórnun fyrir fatlaða og aldraða. Samhliða verður efnt til ráðstefnu á laugardag undir heitinu, Liðsinni - ný tækni - allra aðgengi. "Sýningin og ráðstefnan er fyrir alla en ekki eingöngu fatlaða," sagði Friðrik Sigurðsson, formaður sýningarnefndar, og minnti á að hljóðbókin sem ætluð var fötluðum væri nú almennings eign. Myndatexti: Bragi Sveinsson sýnir hvernig hlaupabraut í lofti nýtist hreyfihömluðum. Búnaðurinn er í endurhæfingaríbúð Sjálfsbjargar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar