Fæðingarorlof feðra - Hafnarfjörður

Fæðingarorlof feðra - Hafnarfjörður

Kaupa Í körfu

Hafnarfjörður gengur lengra í fæðingarorlofsmálum en lögskylt er Fæðinarorlof ferðra lengt um fjórar vikur NÝ jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar var gefin út í gær, en hún var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í október á síðasta ári. Í áætluninni eru ýmis nýmæli og má þar meðal annars nefna aukinn rétt karla til launaðs fæðingarorlofs ásamt rétti allra starfsmanna til greiðslna í fæðingarorlofi. Þá eru sett ákveðin viðmið um hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum bæjarins. Hafnarfjarðarbær réð jafnréttisráðgjafa til starfa fyrir ári og er eina sveitarfélagið utan Reykjavíkur sem hefur slíkan ráðgjafa í fullu starfi. Í gildi hefur verið jafnréttisáætlun frá árinu 1989 og er nýja áætlunin að hluta til byggð á henni. Frá 1989 hafa orðið þær breytingar að ný jafnréttislög tóku gildi árið 1991 og nýtt frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna var flutt á Alþingi snemma á síðasta ári. MYNDATEXTI: Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var umkringdur konum við kynningu Jafnréttisáætlunar bæjarins. Honum á hægri hönd er Svala Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar