Kammersveit Reykjavíkur

Kammersveit Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Henryk Górecki Ýmist hægferðug og fallega hljómandi eða kröftug og áleitin KAMMERSVEIT Reykjavíkur leikur verk eftir pólska tónskáldið Henryk Górecki á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjögur verk: Þrjú lög í gömlum stíl fyrir strengjasveit, frá árinu 1963, Konsert op. 40 fyrir sembal og strengjasveit, frá 1980, Góða nótt op. 63 fyrir altflautu, píanó, sópran og tam-tam, frá 1990, og Lítil sálumessa op. 66 fyrir píanó og 13 hljóðfæri, frá1993. Þóra Kristín Johansen leikur einleik í sembalkonsertinum og einsöngvari í Góða nótt er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, segir að með þessum tónleikum vilji Kammersveit Reykjavíkur gefa áheyrendum tækifæri til að kynnast verkum Góreckis. MYNDATEXTI: Frá æfingu Kammersveitarinnar. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar