Holtið - Matargerð - Patrick Gauthier
Kaupa Í körfu
Eldhús hins vinnandi manns Búrgundardagar hafa verið á Hótel Holti þessa vikuna og stjörnukokkurinn Patrick Gauthier séð um matargerðina. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann um Búrgund og matargerð héraðsins, sem upprunalega þróaðist sem eldhús bænda er unnu langan vinnudag við erfiðar aðstæður. BOURGOGNE eða Búrgund er hérað sem flestir matar- og vínunnendur halda mikið upp á. Þar gefa þrúgurnar Chardonnay og Pinot Noir af sér einhver mögnuðustu rauðvín og hvítvín veraldar og nöfn eins og Chablis, Pouilly-Fuissé, Beaune, að ekki sé minnst á Montrachet, Corton, Clos-Vougeot og Chambertin eru þekkt um allan heim. Frá Búrgund kemur einnig besta matargerðarsinnep veraldar, kennt við borgina Dijon. Ostarnir eiga engan sinn líka og svona mætti lengi áfram telja. Það er því kannski engin furða að gestir skuli hafa fjölmennt á Búrgundardagana, en gestafjöldinn í þessari árlegu héraðaviku Holtsins og Franska sendiráðsins, mun aldrei hafa verið meiri og mun færri komist að en vildu. MYNDATEXTI: Patrick Gauthier við lokafráganginn áður en diskarnir fara út í sal.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir