Samkeppni æskunnar

Samkeppni æskunnar

Kaupa Í körfu

Hafið og regndropinn fengu aðalverðlaun í samkeppni Æskunnar. Verðlaun í árlegri ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar í samvinnu við Flugleiðir og Ríkisútvarpið voru afhent á föstudag. Keppnin hefur verið haldin reglulega frá 1985 en á sér sögu allt aftur til 1958. Tvö undanfarin ár hefur hún verið kynnt í öllum grunnskólum landsins og þátttaka verið mikil. Að þessu sinni sendu tæplega eitt þúsund börn á aldrinum sex til tólf ára ljóð og sögur, mörg þeirra fleiri en eitt verk. Myndatexti: Sigrún Inga Garðarsdóttir og Arngunnur Árnadóttir hlutu aðalverðlaunin í samkeppninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar