Liivia Leskin

Jim Smart/Áslaug

Liivia Leskin

Kaupa Í körfu

Illa búnar konur í vetrarkuldanum í heimaborg hennar Tallinn í Eistlandi voru kveikjan að því að Liivia Leskin fatahönnuður hóf að hanna, framleiða og selja húfur, hatta, trefla, sjöl, slár og annan hlýlegan ullarfatnað fyrir konur. Í gamla borgarhlutanum, þar sem úir og grúir af verslunum með listiðnað af ýmsu tagi, ákváðu Liivia og listsagnfræðingurinn, vinkona hennar, að setja á stofn lítið gallerí með aðaláherslu á hönnun Liiviu, sem einnig samanstendur af léttari fatnaði úr silki og hör. Síðan 1994 hafa þær stöllur rekið verslunina saman, en núna eru þar einkum seldir hattar og húfur. Hins vegar stofnaði Liivia eigið fyrirtæki í höfuðborginni árið 1996, Tallinn Collection, sem er tískustúdíó með fimmtán starfsmenn á verkstæði, saumastofu og stúdíói. Myndatexti: Liivia Leskin (t.h.), Sigurður Örn og Guðrún framkvæmdastjóri. ( Sigurður Örn Brynjólfsson teiknari er eiginmaður Liiviu)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar