Þorsteinn Ólafsson

Jim Smart

Þorsteinn Ólafsson

Kaupa Í körfu

Þorsteinn Ólafsson, fráfarandi stjrórnarformaður Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir bankann brautryðjanda á íslenskum fjármálamarkaði. Árangur bankans fram úr björtustu vonum Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er orðinn verðmætasta fjármálafyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands og annað verðmætasta fyrirtækið á eftir Eimskip. Þorsteinn Ólafsson hefur verið formaður stjórnar bankans frá upphafi og í samtali við Hall Þorsteinsson segir hann að vel hafi tekist að skila bankanum fram á veginn og hans bíði spennandi framtíð. FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf. var stofnaður 30. júní 1997 og hófst starfsemi hans 1. janúar 1998. Frá upphafi hefur stjórn bankans lagt áherslu á að hagkvæmni yrði gætt í starfsemi bankans, bæði til að tryggja góða afkomu og tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að fjármagni á hagstæðum kjörum. Þá var strax lögð áhersla á að auka þjónustu við viðskiptamenn og breikka þjónustusviðið. MYNDATEXTI: Þorseinn Ólafsson, fráfarandi stjórnarformaður FBA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar