Fyrirvinna - Fundur

Sverrir Vilhelmsson

Fyrirvinna - Fundur

Kaupa Í körfu

Fundur um fyrirvinnu framtíðar og frumkvæði kvenna í kjarabaráttu Atvinnulífið í dag færir konum gríðarleg tækifæri Tækifæri til að ná árangri í atvinnulífinu hafa líklega aldrei verið betri en nú. Birna Anna Björnsdóttir sat umræðufund þar sem meðal annars kom fram að til að ná sama árangri og karlar þurfa konur að vera tilbúnar að meta og verðleggja vinnuframlag sitt rétt. SÚ staðreynd að Ísland hefur breyst úr framleiðsluþjóðfélagi í þekkingarþjóðfélag ber með sér gríðarlegt tækifæri fyrir konur á vinnumarkaðnum. Tækifæri til að koma sér á framfæri og ná árangri í atvinnulífinu hafa aldrei verið betri en nú, en til að ná sömu stöðu og karlar þurfa konur þurfa að vera tilbúnar til að meta vinnuframlag sitt og verðleggja það rétt. MYNDATEXTI: Hulda Dóra Styrmisdóttir, aðstoðarmaður forstjóra FBA, hélt erindi á fundinum um árangurstengd laun og áhrif þeirra á kvennabaráttu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar