Endurhæfing

Villa við að sækja mynd

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Endurhæfing

Kaupa Í körfu

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan skíðakonan Valgerður Gunnarsdóttir kom til landsins eftir alvarlegt skíðaslys í Bad Hofgastein í Austurríki hinn 14. janúar síðastliðinn. Valgerður hryggbrotnaði og hlaut önnur slæm meiðsl er hún hafnaði á skúr í skíðabrekku að lokinni æfingu með Skíðaliði Reykjavíkur og lá á sjúkrahúsi í Austurríki í hálfan mánuð áður en hún var flutt heim með sjúkraflugi 31. janúar sl. Eftir komuna til landsins lá Valgerður á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í viku áður en hún hóf endurhæfingu á Grensásdeild SHR. Myndatexti: Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari mælir jafnvægið hjá Valgerði með sérhönnuðu tæki, þar sem m.a. er unnt að sjá hvernig þungi líkamans leggst á fæturna.

Frekari upplýsingar

Karfa engin mynd

Þú ert ekki með neina mynd í körfunni. Smelltu á körfuna til að kaupa myndir.

Ljósmyndarar

Teiknarar