Snjóskafl við Merkigil

Kristján Kristjánsson

Snjóskafl við Merkigil

Kaupa Í körfu

Tuttugu vélar við snjómokstur og kostnaður um 1,5 milljónir á sólarhring Bæjarverkstjórinn stóð í ströngu á 16. afmælisdaginn Í MÖRG horn var að líta hjá Hilmari Gíslasyni, bæjarverkstjóra á Akureyri, sem átti 64 ára afmæli í gær, 29. febrúar, hlaupársdag, og er þetta í 16. sinn sem Hilmar á afmæli. "Ég ætlaði að halda upp á daginn með því að renna mér á skíðum í Hlíðarfjalli, en svo er vitlaust að gera í vinnunni enda bærinn allur á kafi í snjó," sagði Hilmar, eða Marri eins og hann er ævinlega nefndur meðal bæjarbúa. Hann sagði það ekki hafa komið að sök þó skíðaferðin hafi brugðist, hann hafi nýlega haft tækifæri til að renna sér á skíðum á Ítalíu og væri því fyllilega sáttur við að eyða 16. amælisdeginum í vinnunni. "Það er alltaf gaman að þjó YNDATEXTI: Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri átti afmæli í 16. sinn í gær en var önnum kafinn við að stjórna snjómokstri. Eins og sjá má skortir ekki snjóinn á Akureyri. Hilmar ætlaði að bjóða systkinum sínum í kaffi eftir vinnu í tilefni afmælisins, en vegna anna þar komst hann ekki á skíði. (myndvinnsla akureyri. hilmar gíslason bæjarverkstjóri í snjóskafli við merkigil á akureyri. litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar