RANNÍS

Þorkell

RANNÍS

Kaupa Í körfu

Rannsóknarráð Íslands fjárfestir í 225 rannsóknaverkefnum Úthlutað var 288 milljónum í ár ÚTHLUTUN úr Tæknisjóði og Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands var tilkynnt í gær en alls bárust 416 styrkumsóknir. Sótt var um einn milljarð króna til verkefna en samþykkt var að fjárfesta í 225 verkefnum og ráðstafa til þeirra 288 milljónum króna Þorsteinn I. Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs, sagði er úthlutunin var kynnt að ráðið hefði aðgang að stóru neti sérfræðinga til að meta umsóknir um framlög til verkefna. Alls uppfylltu 385 umsóknir kröfur sjóðanna um styrkhæfni og sagði Þorsteinn hafa verið sótt um vegna umfangsmikilla og metnaðarfullra verkefna. Ákveðið var að fjárfesta í 225 verkefnum og var valinn sá kostur í Tæknisjóði að styrkja verkefni með upphæðum sem gætu komið þeim vel áleiðis. Meðalstyrkur var þar 2,1 milljón króna en í Vísindasjóði var reynt að styrkja fleiri verkefni en færri. MYNDATEXTI: Tilkynnt var um ráðstöfun Rannsóknarráðs Íslands í gær á um 288 milljónum í 225 rannsóknaverkefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar