Mósambík - Flóð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mósambík - Flóð

Kaupa Í körfu

Búist við fellibylnum Eline inn yfir Mósambík í dag Í kjölfar mestu flóða í 40 ár BÚIST var við, að fellibylurinn Eline kæmi inn yfir Mósambík í dag og hann yki þá enn á hörmungar landsmanna, sem þeir glíma nú við mestu flóð í landinu í 40 ár. Hafa meira en 300.000 manns misst heimili sín af völdum þeirra. Veðurfræðingar í Mósambík segja, að mikil upphitun sjávar í Mósambík-sundi hafi valdið fellibylnum, og Veðurstofan í Suður- Afríku sagði í gær, að bylurinn væri þá þegar farinn að valda miklu úrfelli með ströndinni, á milli Beira og Vilanculos, og væri að eflast. Um síðustu helgi fór hann yfir Madagaskar þar sem nokkrir menn týndu lífi og þúsundir manna urðu heimilislausar. Búist var við, að Eline kæmi fyrst inn yfir Inhambane-hérað í Suður-Mósambík og Gaza-héraði og ná síðar einnig til Sofala-héraðs um mitt landið. Fór bylurinn yfir með 25 km hraða á klukkustund og vindhraðinn var um 120 km á klst. Hafa verið gefnar viðvaranir til allra skipa og þeim skipað að halda tafarlaust til næstu hafnar. MYNDATEXTI: Þjóðvegur að Maputo fór í sundur í flóðunum. Við veginn sést hálft hús.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar