RÚVAK

Kristján Kristjánsson

RÚVAK

Kaupa Í körfu

Ríkisútvarpið á Akureyri Arnar Páll og Kristján hætta TVEIR af reyndustu útvarspmönnum landsins, þeir Arnar Páll Hauksson, deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri, RÚVAK, og Kristján Sigurjónsson, staðgengill deildarstjóra, hafa sagt upp störfum. Arnar Páll hættir 1. júní en Kristján eftir mánuð. Arnar Páll sagðist að öllum líkindum vera á leið utan, til Danmerkur eða Noregs, þar sem fjölskyldan hyggst dvelja í 1-2 ár. Hann sagði óráðið hvort hann settist á skólabekk ytra eða færi að vinna. Kristján hefur ráðið sig á ritstjórn Gen.is, sem er nýtt bóka- og útgáfufyrirtæki í Reykjavík. MYNDATEXTI: Arnar Páll Hauksson og Kristján Sigurjónsson láta báðir af störfum hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri á næstunni. (myndvinnsla akureyri. arnar páll hauksson og kristján sigurjónsson eru báðir að hætta hjá ríkisútvarpinu. lituur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar