Tónlistarverlðaun Kirkjunar - Sálmalag

Tónlistarverlðaun Kirkjunar - Sálmalag

Kaupa Í körfu

Kristnihátíðarnefnd veitir verðlaun fyrir lög við sálm Aðgengilegt, auðlært og með alþýðlegu yfirbragði VEIGAR Margeirsson var hlutskarpastur í samkeppni um lag við nýjan sálm eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup sem kristnihátíðarnefnd efndi til. Úrslit samkeppninnar voru kynnt á Kjarvalsstöðum í gær. Tvenn verðlaun voru veitt, fyrstu verðlaun hlaut Veigar, sem sendi inn lag undir dulnefninu Háfleygur. Í niðurstöðu dómnefndar segir: "Lagið er aðgengilegt, auðlært og líklegt til að syngjast vel í almennum söng. Það hefur alþýðlegt yfirbragð og er í tóntegund sem á sér langa hefð í kirkjusöng (dórísk tóntegund). Frágangur lagsins er fagmannlega unninn."MYNDATEXTI: Oliver Kentish, dr. Sigurbjörn Einarsson og Veigar Margeirsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar