Nýsköpunarverðlaun

Sverrir Vilhelmsson

Nýsköpunarverðlaun

Kaupa Í körfu

Bláa lónið hlaut Nýsköpunarverðlaunin FYRIRTÆKINU Bláa lóninu voru í gær afhent nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands og Útflutningsráðs Íslands í ár. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi, sem fram fór á hótel Loftleiðum. Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs, afhenti verðlaunin og sagði í ávarpi sínu að Bláa lónið væri vel að útnefningunni komið, enda hefð fyrirtækið náð frábærum árangri í markaðssetningu á lóninu og vörum þess erlendis. MYNDATEXTI: Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins (til vinstri) veitti nýsköpunarverðlaununum viðtöku úr hendi Þorsteins Inga Sigfússonar, formanns Rannsóknarráðs Íslands. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar