Hjallabraut 35-43

Jim Smart

Hjallabraut 35-43

Kaupa Í körfu

Verkefnið upplýsingatækni fyrir alla, um sítengingu við Netið. FJÖLBÝLISHÚSIÐ við Hjallabraut 35 til 43 í Hafnarfirði hefur verið valið til að taka þátt í tilraunaverkefni um gagnaflutninga gegnum loftnet Skýrr, en þann 15. apríl munu íbúar hússins fá sítengingu við Netið í gegnum loftnetið, í þrjá mánuði í tilraunaskyni. Tilraunin er liður í verkefni Hafnarfjarðarbæjar, Opinna kerfa hf. og Skýrr hf. sem ber nafnið Upplýsingatækni fyrir alla, en markmið þess er að vinna að því að hagnýta möguleika upplýsingatækninnar til fullnustu í Hafnarfirði og auðvelda almenningi aðgengi að tækninni. MYNDATEXTI: Fjölbýlishúsið við Hjallabraut 35 til 43 í Hafnarfirði er oft kallað rauða blokkin af íbúum bæjarins, en hver veit nema að nú verði farið að kalla það Netblokkina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar