Upplestrarkeppni

Sverrir Vilhelmsson

Upplestrarkeppni

Kaupa Í körfu

Keppendur í Stóru upplestrarkeppninni æfa nú af kappi fyrir lokahátíðir keppninnar í grunnskólum Reykjavíkur, sem haldnar verða á næstu dögum. Í Reykjavík hafa 24 skólar tekið þátt í keppninni og liðlega 1.200 nemendur. Borginni er skipt upp í fjögur hverfi, Austurbæ, Vesturbæ, Árbæjar- og Breiðholtshverfi og Grafarvog. Hvert þessara hverfa heldur sína lokahátíð, sem markar lok keppninnar þar. Myndatexti: Garðar Sveinbjörnsson, Svanfríður Hafberg og Rakel Magnúsdóttir æfðu upplesturinn í gær í Rimaskóla, en þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni á lokahátíð Grafarvogshverfis í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar