Barnakórar

Barnakórar

Kaupa Í körfu

EINBEITINGIN skein úr ungum andlitum í Digraneskirkju í Kópavogi í gærmorgun, þegar saman voru komin þar nærri 500 börn á aldrinum 6-12 ára úr skóla- og kirkjukórum í Reykjavíkurprófastsdæmunum báðum. Undirbúningur fyrir Kristnihátíð stendur nú sem hæst og er ætlunin að um eitt þúsund börn syngi saman á Þingvöllum við hátíðarhöldin í sumar. Hópurinn söng saman í kirkjunni í gær, snæddi sameiginlegan málsverð og tók loks nokkur lög fyrir foreldrana áður en hver fór til síns heima undir kaffileytið (Barnakórar æfa í Digraneskirkju fyrir kristnihátíð.).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar