Góublót hjá Ættfræðiþjónsutunni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Góublót hjá Ættfræðiþjónsutunni

Kaupa Í körfu

Margir litu inn á þorra- og góublóti ORG ættfræðiþjónustunnar, áhugamenn og fræðimenn, enda á Oddur F. Helgason æviskrárritari og samstarfsfólk hans marga vini. Þorramatur að norðan var á borðum. Ekki skorti umræðuefnið því fólk, ættfræði og þjóðmál eru sameiginlegt áhugamál gestanna. Góublótið var að vanda haldið í vinnustofu ættfræðiþjónustunnar í húsi ÍTR við Skeljanes. Þar er unnið alla daga að stækkun hins mikla ættfræðigrunns sem Oddur og samstarfsfólk hans hefur byggt upp á allmörgum árum. Oddur segir raunar að ættfræðiþjónustan grundvallist á fólkinu sem komi inn af götunni og sé því eins konar grasrótarstofnun. Fólkið skiptist á upplýsingum, það fær upplýsingar og veitir upplýsingar á móti. ORG býr nú yfir einum stærsta ætta- og æviskrárgrunni sem um getur og samanstendur af upplýsingum um 755 þúsund einstaklinga. Og sífellt bætist í. Meðal gesta á blótinu var Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar