Verslunin Spúútnik

Verslunin Spúútnik

Kaupa Í körfu

Það var glatt á hjalla í tískuversluninni Spúútnik á fimmtudagskvöldið. Hlýtt var í veðri og vorbragurinn sveif yfir bæjarbúum. Búðin bauð gestum upp á dægrastyttingu með vorfagnaði þar sem þeir fengu að hlusta á kvenplötusnúðinn "Dj. D.D.Lux" hnoða græjurnar af slíkri hæfni að unaðsleg tónlist varð úr tónlistardeiginu. Gestum yfir lögaldri var svo boðið upp á hressingu í stútfullri búð af nýjum vörum. Myndatexti: Bára og plötustýran Dj.D.D.Lux brosa breitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar