Kennaraverkfall

Þórður Arnar Þórðarson

Kennaraverkfall

Kaupa Í körfu

Framhaldsskólakennaraverkfall Adolf Hólm Petersen kennir félags- og fjölmiðlafræði við Menntaskólann í Kópavogi, hann hefur kennt við framhaldsskóla frá árinu 1986 og er nú í verkfalli í fimmta sinn á starfsferlinum. Hann segist finna mun á viðhorfum til verkfalls kennara nú og áður. „Ég held að miklu fleiri átti sig á því núna hvað það felst mikil ábyrgð í kennarastarfinu og hún hefur ekkert nema aukist undanfarin ár. Við erum ekki bara að kenna námsefni, við erum líka mikilvægir félagsmótunar- aðilar. Það er ekki í starfslýsingunni og kemur ekki fram í launatöflunni,“ segir Adolf. Hann segir verkfallið ekki hafa komið sér á óvart, það hafi verið lengi í gerjun. „Þetta er samt virkilega erfitt og ég vona að þessu fari að ljúka. Það vill enginn verkfall, þetta er algjört neyðarúrræði.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar