Hrafnar í Hafnarfirði

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hrafnar í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Tíðin hefur verið hvimleið undanfarið og oft erfið mönnum og skepnum líka, stórum sem smáum. Snjór yfir öllu og þótt komið hafi hlákukaflar hefur snjóað jafnharðan á ný. Verður þá fátt til bjargar, ekki síst hjá fuglunum sem verða að einhverju leyti háðir góðmennsku mannsins sem gaukar stundum að þeim fóðri. Er ástæða til að hvetja menn til að huga að fuglunum þótt hlánað hafi á Suðvesturlandi í bili.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar