Fræga fólkið í Fíaskó

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fræga fólkið í Fíaskó

Kaupa Í körfu

Íslenska kvikmyndin Fíaskó frumsýnd Viðbrögðin vonum framar ÍSLENSKA kvikmyndin Fíaskó var frumsýnd sl. föstudagskvöld fyrir fullum sal í Háskólabíói. Eftir uppklapp og fagnaðarlæti buðu aðstandendur kvikmyndarinnar frumsýningargestum á Skuggabar þar sem konur og karlar héldu áfram að ræða myndina í bak og fyrir. Fíaskó er fyrsta kvikmynd framleiðslufyrirtækisins Zik Zak, sem er í eigu Skúla Malmquist og Þóris Snæs Sigurjónssonar, og fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Ragnar Bragason skrifar og leikstýrir. Ágúst kvikmyndatökustjóri, Ragnar leikstjóri og leikararnir Ólafur Darri og Björn Jörundur voru hressir á Skuggabar. MYNDATEXTI: Kvikmyndasérfræðingarnir Ólafur H. Torfason og Baldur Hrafnkell Jónsson framleiðandi létu sig ekki vanta í frumsýningarteitið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar